Hér færðu LEI númer

LEI er skammstöfun á Legal Entity Identifier. LEI númer, eða LEI auðkenni jafngildir alþjóðlegri kennitölu.

Mörgum lögaðilum er skylt að hafa LEI. Það veitir gagnsæi í fjármálaviðskiptum á alþjóðlegum mörkuðum.

LEI Service hjálpar fyrirtækinu þínu að fá nýtt LEI númer eða endurnýja núverandi LEI auðkenni fljótt og auðveldlega. Verð frá 7.900 kr á ári (5 ára gildistími) til 9.400 kr á ári (1 árs gildistími).

Ef þú pantar fyrir kl. 15.00 getur þú fengið nýtt LEI auðkenni innan 2 klukkustunda með VIP/hraðsendingu.

 

Fljótlegt og auðvelt ferli

Sækja rafrænt um LEI auðkenni
 
 
1
 
 
 
 
 
Umsókn
1 mínúta
LEI Service staðfestir upplýsingarnar fljótlega
 
 
 
 
2
 
 
 
 
 
Við staðfestum gögn
1 - 48 klukkustundir
Þú færð afhent LEI
 
 
 
 
3
 
 
 
Þú færð afhent LEI
 

Umsókn um LEI auðkenni - á 1 mínútu

LEI kóða verð

Veldu þá þjónustuleið sem hentar þér best hér fyrir neðan – allar þjónustuleiðir okkar innihalda fría aðstoð í gegnum síma og ótakmarkaða aðstoð í gegnum tölvupóst .

Nýtt LEI auðkenni

Aðstoð í gegnum síma : Frítt
Aðstoð í gegnum tölvupóst : Frítt
GLEIF Gjald : Innifalið
1 ár
9.400 ISK
3 ár(vista 1.800 ISK)
26.400 ISK
5 ár(vista 7.500 ISK)
39.500 ISK
Frá
7.900 ISK
á ári

Endurnýja LEI

Endurnýjaðu núverandi LEI kóða

Aðstoð í gegnum síma : Frítt
Aðstoð í gegnum tölvupóst : Frítt
GLEIF Gjald : Innifalið
1 ár
9.400 ISK
3 ár(vista 1.800 ISK)
26.400 ISK
5 ár(vista 7.500 ISK)
39.500 ISK
Frá
7.900 ISK
á ári

Tilfærsla og endurnýjun á LEI númeri

Tilfærsla og endurnýjun á LEI númeri

Aðstoð í gegnum síma : Frítt
Aðstoð í gegnum tölvupóst : Frítt
GLEIF Gjald : Innifalið
1 ár
9.400 ISK
3 ár(vista 1.800 ISK)
26.400 ISK
5 ár(vista 7.500 ISK)
39.500 ISK
Frá
7.900 ISK
á ári

Hvers vegna ætti ég að velja LEI Service?

LEI umsókn með LEI Service er fljótleg, með skjótri þjónustu og á hagstæðu verði
  • Fljótleg, auðveld og örugg LEI skráning
  • LEI númer á lægsta mögulega verði
  • Sjálfvirk endurnýjun á LEI möguleg
  • Stuðningur í gegnum síma og tölvupóst
  • Við svörum þér ávallt innan 24 klukkustunda – tryggt!

Hvað er LEI númer / LEI auðkenni?

LEI- númer er nokkurskonar alþjóðlegt skráningarnúmer fyrirtækis. LEI-númer er notað til að auðkenna aðila sem taka þátt í fjármálaviðskiptum á alþjóðavettvangi.

LEI umsóknarferlið er gjaldskylt, auk þess sem greiða þarf árlegt varðveislugjald til að endurnýja númerið. Fyrirtækjum, sjóðum og góðgerðarfélögum er öllum skylt að hafa LEI númer, það á við um alla lögaðila.

Hér má á sjá myndræna lýsingu á Legal Entity Identifer kerfinu.

Hverjir þurfa LEI númer?

  • Frá og með 3.janúar 2018 er öllum EU lögailum sem falla undir MiFID II skylt að hafa gilt LEI númer til að geta stundað viðskipti (t.a.m með hlutabréf, skuldabréf, framvirk viðskipti o.s.frv.) Mörg lönd utan EU hafa einnig innleitt þessa reglu, þar á meðal Bandaríkin með Réttargerð um vöruskipti
  • Ennfremur geta fyrirtæki sem falla undir tilkynningaskyldu MiFID II ekki samþykkt viðskipti sem koma frá viðskiptavinum sem ekki er með gilt LEI númer

LEI númer útskýrt á 30 sekúndum

  • Legal Entity Identifier (LEI) er sambærilegt við alþjóðlegt viðskiptanúmer sem auðkennir lögaðilann á heimsvísu
  • Flestir lögaðilar þurfa að hafa LEI númer til að geta stundað viðskipti með hlutabréf, skuldabréf, o.s.frv.
  • LEI númerinu fylgir skráningargjald sem þarf að endurnýja árlega
  • Dregur úr efnahagsbrotum þar sem hægt er að auðkenna alla lögaðila á alþjóðlegan mælikvarða
  • The Legal Entity Identifier sniðið samanstendur af 20-stafa auðkenni. The Legal Entity Identifier sniðið er byggt á ISO staðli 17442
  • LEI auðkennið inniheldur upplýsingar um uppbyggingu eignarhalds viðkomandi lögaðila og svarar spurningunum; ”hver er hver?” og ”hver á hvern?”
  • LOU útgefandi (Local Operating Units) er ábyrgur fyrir útgáfu Leu auðkennis. LOU útgefendur eru viðurkenndir af Global Legal Entity Identifier Foundation (GLEIF) sem gefur út öll LEI númer endurgjaldslaust. LEI Regulatory Oversight Committee (ROC) hefur yfirsýn með GLEIF

Dæmi um Legal Entity Identifier fyrir LEI Service með LEI: 9845 008599005596A4 56

  • Stafur 1-4: Notaðir til að auðkenna LOU útgefandann
  • Stafur 5-18: Sérkenni fyrir lögaðilann, stafirnir hafa enga sérstaka merkingu
  • Stafur 19-20: Tvö staðfestingarnúmer

Hverjir geta gefið út LEI númer?

Samræming á útgáfu LEI-númera er í umsjá GLEIF – sjálfseignarstofnunar sem ber ábyrgð á að viðhalda heilleika alþjóðlega LEI kerfisins. Raunveruleg útgáfa LEI númersins er unnin af staðbundnum rekstrareiningum sem hlotið hafa viðurkenningu GLEIF (einnig þekkt sem LOU útgefendur).

LOU útgefendur birta öll LEI númer og tilvísunargögn í LEI gagnagrunni GLEIF sem er aðgengilegur almenningi.

GLEIF er stjórnað af LEI Regulatory Oversight Committee (ROC), sem samanstendur af nokkrum fjármálastofnunum á heimsvísu.

Með GLEIF getur þú flett upp auðkenni lögaðila. Leit að auðkenni lögaðila mun sýna hvort viðkomandi LEI númer er virkt og hvenær það rennur út.

LEI númer skilmálar

Við bjóðum upp á þjónustu þar sem þú einfaldlega gefur upp skráningarnúmer fyrirtækisins og staðfestir þær upplýsingar sem eru opinberlega skráðar. Þú setur inn upplýsingar um uppbyggingu eignarhalds, að því loknu sækjum við um LEI auðkenni fyrir þína hönd og í langflestum tilfellum færðu LEI auðkennið afhent innan nokkurra klukkustunda eða nokkurra daga. Þetta á við um flest þau tilfelli þar sem ekki er krafist viðbótarupplýsinga.

LEI gagnagrunnur GLEIF er uppfærður einungis einu sinni á dag, og því er ekki víst að bankinn þinn eða fjárfestingafyrirtækið muni samþykkja auðkennið þitt. Þú gætir því þurft að bíða þar til hægt er að staðfesta auðkennið hjá gagnagrunninum. (jafnvel þó svo að LEI auðkennið sé gilt þegar það er gefið út.)

Mikilvægt er að ganga úr skugga um að grundvallarupplýsingar varðandi þá lögaðila sem skráðir eru hjá LEI séu dagréttar. Þess vegna er mikilvægt að uppfæra gögnin árlega. Litið er á það sem endurnýjun á LEI númeri.

LEI Service býður upp á möguleika á endurnýjun til margra ára, þar sem við uppfærum LEI númerið þitt og styðjumst við upplýsingar úr opinberum gögnum. Ef einhverjar breytingar eiga sér stað þá er viðkomandi lögaðila hins vegar skylt að láta okkur vita, svo hægt sé að uppfæra gögnin í LEI skrá GLEIF. Þjónustan er þér að kostnaðarlausu.

Það þýðir að viðkomandi lögaðili getur ekki stundað fjármálaviðskipti þar sem krafist er gilds LEI auðkennis.

Vísað er í gögn LEI sem tilvísunargögn. Lögaðilinn á bak við hvert LEI ber ábyrgð á að tilkynna viðkomandi LEI útgáfufyrirtæki um allar uppfærslur á tilvísunargögnunum. Allir notendur LEI gagna geta véfengt þeim gögnum sem fylgja hvaða LEI sem er. Viðkomandi LEI útgáfufyrirtæki mun í kjölfarið yfirfara LEI gögnin. Allar sannprófanir og uppfærslur á LEI eru framkvæmdar af stjórn viðkomandi LEI útgefanda og eru án endurgjalds. Viðkomandi LEI útgefandi sér um framkvæmdina.

GLEIF sér um að hafa umsjónum með gagnagæðum LEI. Stjórnunaráætlun fyrir gæði gagna er starfrækt og sér um að LEI uppfylli gæðastaðla.

Hægt er að lesa nánar um gæði gagna hér.

LEI gagnagrunnur GLEIF er uppfærður einungis einu sinni á dag. Það gætu því liðið allt að 24 klukkustundir áður en bankinn getur staðfest nýja LEI skráningu. Einnig er mögulegt að LEI númerið sé fyrnt og sé ekki lengur í gildi. Það getur gerst ef þú gleymir að endurnýja og þar af leiðandi getur þú ekki stundað nein viðskipti. Við getum hjálpað þér að endurnýja það.

Stutta svarið er nei. Hinsvegar gaf eftirlitsnefnd LEI út yfirlýsingu árið 2015 þar sem fram kom hvaða skilyrði einstaklingur í viðskiptum þarf að uppfylla til að fá LEI auðkenni. Yfirlýsinguna má finna hér.

Um LEI kerfið

GLEIF er sjálfseignarstofnun sem ráðgjafarnefnd um fjármálastöðugleika kom á fót í júní 2014. GLEIF var stofnað til að styðja við innleiðingu og notkun á LEI númerum (Legal Entity Identifiers).

GLEIF er staðsett í Basel í Sviss. Meginverkefni GLEIF er að tryggja að hið alþjóðlega LEI kerfi starfi af heilindum. GLEIF sér einnig um að gera tæknilega innviði aðgengilega öllum þeim sem óska eftir aðgangi að heildargagnagrunni LEI.

Nánari upplýsingar um GLEIF má finna hér.

Árið 2011 lögðu G20 löndin fram beiðni til Financial Stability Board (FSB) um tillögur að alþjóðlegu Legal Entity Identifier (LEI) kerfiog yfirsýn með því.

Þetta leiddi til þess að hið alþjóðlega LEI kerfi var þróað, þar sem útgáfa LEI-númers tryggir einkvæmt auðkenni lögaðila sem taka þátt í fjármálaviðskiptum. FSB undirstrikaði að alþjóðlegt samþykki á LEI kerfinu myndi ýta undir fjárhagsstöðugleika og einnig hafa för með sér ávinning fyrir einkageirann.

Nánari upplýsingar um alþjóðlega LEI kerfið má finna hér.

LEI kerfið er þríþætt:

  • Stig 1 er Eftirlitsnefnd: Samanstendur af mörgum opinberum yfirvöldum frá ýmsum löndum og var sett á stofn árið 2013 til að samræma og hafa eftirlit með innviðum hins alþjóðlega Legal Entity Identifier kerfis.
  • Stig 2 er Global LEI Foundation (GLEIF): Stofnaður árið 2014 af Ráðgjafarnefnd um fjármálastöðugleika. GLEIF er sjálfseignarstofnun sem hefur þann tilgang að styðja við notkun og innleiðingu á LEI. Hlutverk GLEIF er að tryggja að hið alþjóðlega Legal Entity Identifier kerfi starfi af heilindum.
  • Stig 3 eru útgáfuaðilar LEI: Útgefendur LEI eru einnig kallaðir Local Operating Units (LOU). Þeir sjá um skráningu á LEI, endurnýjun á LEI og viðbótarþjónustu.

Nánari upplýsingar má finna hér.

Legal Entity Identifier (LEI) tengir lykilgögn sem gera það mögulegt að auðkenna lögaðila sem eiga í fjármálaviðskiptum um allan heim. LEI gögnin eru aðgengileg almenningi til að skapa og bæta gagnsæi á alþjóðlegum mörkuðum.

Þessar gjaldfrjálsu upplýsingar veita staðlaðar upplýsingar um lögaðila á alþjóðlegum mælikvarða. Gögnin sem eru innbyggð í hverju LEI númeri eru sannprófuð samkvæmt þeim verkferlum og aðferðarlýsingum sem Eftirlitsnefnd LEI gefur út. Starfsemi alþjóðlega LEI kerfisins er grundvallaratriði þegar kemur að því að svara þessum þremur spurningum: Hver á hvern? Hver er hver? Og hver á hvað? Hver er hver er svarað með “stig 1 gögn”. Til að svara spurningunni “hver á hvern” eru “stig 2gögn” einnig talin með.

LEI er 20 stafa númer sem fyrirtæki, sjóðir og góðgerðarstofnanir sem vilja kaupa eða selja fjármálagerninga er skylt að afla sér, til að uppfylla MiFID II reglugerðina. Ekkert LEI, engin viðskipti.

back to top