Um okkur
Hjá LEI Service sér fagfólk um umsóknarferlið fyrir LEI númerið þitt.
Við fylgjum þér alla leið.
LEI Service aðstoðar þig við LEI umóknarferlið frá a til ö
Hikaðu ekki við að hafa samband ef þú hefur einhverjar spurningar um ferlið. Við munum ávallt svara þér innan 24 tíma og þú getur einnig hringt í +45 4290 3838 eða sent okkur tölvupóst á info@leiservice.com.
Viðbótarupplýsingar um LEI Service
LEI Service var stofnað í Danmörku og er opinber LEI (Legal Entity Identifier) skráningaraðili undir GLEIF (alþjóðlegu LEI samtökunum).
Við bjóðum upp á LEI umsóknir og endurnýjanir á lágu verði. Við höldum verðinu niðri með því að einfalda umsóknarferlið.
Ólíkt öðrum lággjaldafyrirtækjum bjóðum við upp á símaþjónustu. Við viljum veita þér öryggi og á sama tíma tryggja þér auðvelt og hagkvæmt ferli við að útvega LEI númer. Þú getur alltaf náð í okkur í síma eða með tölvupósti.
Hvernig panta ég LEI auðkenni?
Það er mjög einfalt að panta LEI númer hjá okkur. Fyrst slærðu inn skráningarnúmer eða nafn fyrirtækis. Þú staðfestir gögnin sem við höfum á skrá um viðkomandi lögaðila eða slærð inn upplýsingar sem vantar. Við munum sjálfkrafa athuga hvort þú sért nú þegar með LEI skráð hjá GLEIF.
Þvínæst: 1) Þú staðfestir að þú hafir heimild til að sækja um LEI fyrir hönd viðkomandi lögaðila, 2) Þú velur þú gildistíma LEI númerins– svo einfalt er það.
Við munum staðfesta gögnin og sækja um LEI fyrir þína hönd. Ferlið tekjur venjulegu 1- 48 klukkustundir, það fer eftir því á hvaða tíma dags þú lagðir inn pöntunina. Það veltur einnig á því hvort þörf er á viðbótarupplýsingum frá þér svo hægt sé að ljúka við LEI-umsóknina.
Sama hvað - við aðstoðum þig alla leið þar til LEI númerið er komið í pósthólfið þitt.