Friðhelgisstefna

Stefna varðandi vafrakökur og friðhelgi

Fyrirtækið (gagnavörður)

LEI Service Aps
Business registration number DK-41038462
Jungshovedvej 82, 4720 Praestoe
info@leiservice.com
leiservice.com

hefur innleitt þessa friðhelgisstefnu til að upplýsa þig um hvernig við söfnum saman, vinnum úr og geymum persónuupplýsingar þínar á meðan þú ert hjá okkur og átt í viðskiptum við okkur. Þetta á við um heimasíðu okkar, samskipti við viðskiptavini, og eftir að þjónustu lýkur.

Við virðum friðhelgi þína og rétt þinn til að vernda persónuupplýsingar þínar. Þess vegna munum við tryggja að gögnin þín séu unnin á löglegan, sanngjarnan og gagnsæjan hátt, sama hvaðan og hvers vegna við höfum fengið upplýsingarnar þínar.

Við vinnum úr persónuupplýsingum þínum til að geta veitt þá þjónustu sem þú gætir valið að kaupa af okkur, í gegnum vefsíðu okkar eða með öðrum hætti.

Við söfnum saman hefðbundum persónuupplýsingum sem nauðsynlegar eru í viðskiptasambandi okkar og eru nauðsynlegar til að fínstilla notkun á vefsíðunni og þjónustu okkar almennt.

Þegar þú notar vefsíðuna okkar munum við taka saman tengiliðaupplýsingar þínar (nafn, heimilisfang, símanúmer og netfang.

Við notum vafrakökur á vefsíðunni okkar.
Þú getur lesið nánar um vafrakökur hér fyrir neðan.

Ef þú endar ekki í viðskiptum við okkur þá munum við geyma upplýsingarnar þínar þar til þú biður okkur um að fjarlægja þær. Við munum aldrei deila upplýsingum þínum með neinum ef þú ert ekki í viðskiptum við okkur.

Ef þú hættir í viðskiptum við okkur eru persónuupplýsingar þínar geymdar í 10 ár eftir að viðskiptasambandi lýkur.

Þegar þú hefur samband við okkur beint í öðrum aðstæðum þá eru samskiptaupplýsingar þínar unnar í síma- og upplýsingakerfum okkar.

Ef þú kemur ekki í viðskipti til okkar eftir að þú hefur samband, þá munum við geyma upplýsingarnar þínar í 10 frá því að samskipti eiga sér stað.

Ef við þurfum að taka saman viðkvæmar persónuupplýsingar þá gerum við það ekki án samþykkis frá þér. Þú getur hvenær sem er fengið aðgang að þeim upplýsingum sem við höfum geymt um þig með því að hafa samband við okkur.

Þessi stefna var síðast uppfærð í maí 2020.

Við deilum persónuupplýsingum þínum með samstarfsaðilum okkar.

Við deilum persónuupplýsingum þínum einungis þegar þörf er á svo hægt sé að veita þér þá þjónustu sem þú greiddir fyrir.

Við getum einnig deilt persónuupplýsingum þínum með opinberum stofnunum ef þess er krafist.

Við munum ekki deila persónuupplýsingum þínum í markaðslegum tilgangi án þíns samþykkis. Þú getur hvenær sem er beðið um að vera fjarlægð/ur úr hvaða markaðssetningu sem er frá okkur eða samstarfsaðilum okkar með því að hafa samband við okkur.

Ef þú færð upplýsingar um að aðrir ábyrgðaraðilar séu að vinna með persónuupplýsingar þínar, vinsamlegast hafðu í huga að persónuupplýsingastefna þeirra er ekki endilega sú sama og okkar.

Við söfnum persónuupplýsingum þínum frá þér. Mögulega munum við einnig taka við upplýsingum um þig frá öðrum aðilum. Ef það gerist þá mun þér verða tilkynnt um það við fyrstu samskipti okkar. Hægt er að tilkynna um það með því að vísa í þessa stefnu.

Við munum tryggja að persónuupplýsinga þinna sé gætt séu með hefðbundnum tækni og skipulagsráðstöfunum.

Við áskilum okkur rétt til að breyta eða leiðrétta þessa stefnu eins og við teljum ástæðu til, í þeim tilgangi að tryggja að persónuupplýsingar þínar séu eins ákjósanlegar og öruggar og mögulegt er.

Við vinnum í samræmi við Persónuverndarskjöld EU-BNA og Swiss-US varðandi varðveislu persónuupplýsinga frá aðildarlöndum Evrópusambandsins, Bretlands og Sviss. Þú hefur ákveðin réttindi og ef þú vilt nýta þau réttindi, vinsamlegast hafðu þá samband við okkur.

Ef þú ert ósátt/ur við hvernig við meðhöndlum persónuupplýsingar þínar þá getur þú lagt fram kvörtun til yfirvalda.

Vafrakökur

Vefsíðan notar „vafrakökur“ sem er textaskrá sem er vistuð á tölvunni þinni, farsíma og annars staðar í þeim tilgangi að bera kennsl á tækið, muna stillingar, tölfræði og markvissar auglýsingar. Ekki er hægt að smita vafrakökur með skaðlegum kóða.

Er hægt að eyða eða loka fyrir vafrakökur.

Ef þú eyðir eða lokar fyrir vafrakökur þá munu auglýsingar mögulega vera síður viðeigandi fyrir þig og birtast oftar. Þú getur líka átt það á hættu að vefsíðan virki ekki eins og til er ætlast og að þú hafir ekki aðgang að sumu efni.

Vefsíðan kann sömuleiðis að innihalda vafrakökur frá þriðja aðila, þar á meðal:

  • Google
  • YouTube
  • Vimeo
  • Facebook
  • LinkedIn

back to top