Notkunarskilmálar
Um fyrirtækið
Þessir skilmálar og skilyrði eiga við um allar pantanir sem gerðar eru í gegnum LEI Service ApS (dönsk fyrirtækjaskrá nr. 41038462, staðsett að Jungshovedvej 82, 4720 Praestoe, Danmörku) af umsóknaraðila lögaðila („umsækjandi“) sem sækir um nýtt LEI eða endurnýjun/flutning á núverandi LEI. Hugtakið „tengiliður“ vísar til einstaklings sem fengið hefur leyfi frá lögaðila til að annast LEI af hans hálfu.
LEI Service ApS aðstoðar umsækjanda við t.d. skráningu, tilfærslu, viðhald og endurnýjun á LEI númeri. LEI kerfið er undir eftirliti GLEIF (Global Legal Entity Identifier Foundation) sem er sjálfseignarstofnun. Útgáfa LEI auðkennis fer fram í gegnum LOU (Local Operating Units) sem hlotið hefur viðurkenningu GLEIF og er í samstarfi við LEI Service ApS.
LEI Service ApS er opinber skráningaraðili GLEIF.
Afhendingartími
Umsækjandi má eiga von á að afhending á nýju LEI númeri taki allt 1-2 virka daga, svo lengi sem flókið eignarhald eða önnur sérstök skilyrði séu ekki til staðar. Ef einhver sérstök flókin skilyrði eru til staðar þá geta liðið allt að 30 dagar þar til LEI umsókn er afgreidd/gefin út.
Tilfærsla á núverandi LEI númeri tekur allt að 7 virka daga.
Afpöntunarskilmálar
Umsækjandi samþykkir að uppsögn er ekki möguleg eftir að umsókn hefur verið send af stað og greitt hefur verið fyrir hana. Greiðslur eru ekki endurgreiddar ef umsækjandi af einhverjum ástæðum hættir við pöntun eftir að greiðsla hefur innt af hendi.
Hins vegar verður endurgreiðsla og endurgreiðslutímabilið, eins og lýst er í GLEIF RA stjórnarfarsrammi, virt á viðeigandi hátt.
Verð
Núverandi verð birtast einnig á vefsíðu okkar undir ”Verð”.
Skráning á nýju LEI númeri
Gjaldið nær yfir umsókn um nýtt LEI númer hjá viðkomandi LOU útgefanda, og umsjón í 12 mánuði frá útgáfu (nema enn lengri tími hafi verið keyptur). Umsjón á aðeins við ef viðkomandi LOU samþykkir umsóknina.
Endurnýjun á núverandi LEI númeri sem pantað er hjá LEI Service
Gjaldið nær yfir endurnýjun og umsjón umfram upphaflega pöntun, í 12 mánuði nema greitt hafi verið fyrir lengri endurnýjunartíma. LEI Service ApS áskilur sér rétt til að hafa samband við eiganda LEI (með tölvupósti til tengiliðs) um 2-3 mánuðum áður en LEI rennur út, í þeim tilgangi að endurnýja LEI númerið.
VSK
Ef umsækjandi er frá Danmörku bætist 25% danskur virðisaukaskattur við pöntunina. Umsækjandi ber ábyrgð á því að sækja um endurgreiðslu á virðisaukaskatti hjá viðkomandi skattayfirvöldum.
Ef umsækjandi (frá öðru landi innan Evrópusambandsins) er með gilt EU virðisaukaskattsnúmer og hægt er að staðfesta það, þá bætist virðisaukaskattur ekki við. Umsækjanda er skylt að fylgja skilmálum virðisaukaskatts um öfuga gjaldfærslu.
Ef umsækjandi er utan Evrópusambandsins þá bætist VSK ekki ofan á gjaldið.
VIP umsókn
LEI Service ApS býður upp á VIP þjónustu þar sem umsækjandi greiðir fyrir styttri úrvinnslutíma, sem birtist á vefsíðunni undir “Verð”.
Ef LEI Service ApS stendur ekki við styttri úrvinnslutíma mun LEI Service ApS endurgreiða mismun á hefðbundu verði og VIP-verði samkvæmt verðskrá á vefsíðunni undir “Verð”.
Greiðslur og kvittanir
LEI Service ApS mun ekki setja umsóknarferlið af stað fyrr en greiðsla hefur borist frá umsækjanda (allt að 30 daga fyrirvari ef greitt er með kreditkorti).
Reikningur berst í tölvupósti þegar umsókn, flutning eða endurnýjun hefur verið send til LOU og er samþykkt eða hafnað. Á sama tíma mun LEI Service ApS ganga frá greiðslu á kreditkortinu.
Ef ekki er hægt að ganga frá umsókn, flutningi eða endurnýjun vegna upplýsinga sem vantar frá umsækjanda og LEI Service Aps hefur ekki borist þessar upplýsingar innan 10 virkra daga frá því að óskað var eftir þeim, þá áskilur LEI Service Aps sér rétt til að ganga frá greiðslu að fullu, jafnvel þó skráningu, flutningi eða endurnýjun sé ekki lokið.
Hægt er að hafna LEI ef upplýsingar sem umsækjandi gefur upp eru rangar eða mótmælt af stofnunum innan GLEIF kerfisins. Greiðslur verða ekki endurgreiddar ef LEI umsókn er stöðvuð.
Endurnýjanir/skráningar til margra ára eru ekki endurgreiddar- hvorki að fullu né að hluta.
Greiðslur eru ekki endurgreiddar ef LEI kerfið er lagt niður eða gerðar eru á því skipulagsbreytingar.
Ábyrgð og skyldur umsækjanda
- Umsækjandi ber ábyrgð á því að upplýsingarnar sem veittar eru LEI Service Aps séu réttar og uppfærðar
- LEI Service Aps er ekki ábyrgt ef umsækjandi veitir rangar upplýsingar sem leiðir til tafa á umsóknarferlinu. LEI Service Aps getur ennfremur ekki borið ábyrgð á tapi eða kostnaði vegna endurnýjunar á LEI ef umsækjandi lætur hjá líða að tilkynna um breytingar sem honum tengjast (t.d aðgerðir innan fyrirtækis, breyting á heimilisfangi, o.s.frv). Með breytingum er átt við allar þær upplýsingar sem LEI inniheldur, bæði “Stig 1” og “Stig 2” gögn sem er nánar útskýrt hér. Ef breyting er gerð hjá fyrirtækjskrá mun LEI Service ApS sjálfkrafa sjá um uppfærslu fyrir hönd viviðskiptavinar í tengslum við endurnýjunarferlið, ef við á
- Umsækjandi er ábyrgur fyrir því að uppfæra tengiliðaupplýsingar viðkomandi tengiliðs, svo LEI Service ApS geti haft samband við umsækjanda
- Tengiliðurinn staðfestir að hann/hún hafi fullt umboð til að sækja um (LEI) fyrir hönd lögaðilans. Ef tengiliðurinn er ekki í fyrirtækjaskrá sem prókúruhafi, þá staðfestir viðkomandi að hann hafi heimildarbréf (skriflegt umboð) til að koma fram fyrir hönd lögaðilans hvað varðar LEI. (LEI Service ApS býður upp á ókeypis sniðmát fyrir þetta). Þessi skjöl gætu verið nauðsynleg fyrir viðkomandi LOU
- Umsækjandi ber ábyrgð á að samstæða LEI sé ekki til staðar og að viðkomandi lögaðili sé ekki með LEI umsókn í gangi annarsstaðar
- Ef gilt LEI er fyrir hendi mun LOU hafna umsókninni og umsækjandinn þarf að greiða LEI Service ApS umsóknargjaldið
- Umsækjandi veitir LEI Service ApS fullan rétt á því að sækja um LEI auðkenni fyrir hans hönd. LEI Service ApS hefur þar auki leyfi til að undirrita samning sem LOU leggur fram varðandi þjónustuskilmála og birtur er hér, og LEI Service ApS er heimilt að sinna öllum þeim skyldum sem þarf til að hafa umsjón með LEI fyrir hönd umsækjanda
Ábyrgð og skyldur LEI Service ApS
- LEI Service ApS mun ganga úr skugga um að upplýsingarnar sem umsækjandi gefur upp nægi til að ljúka umsókn hjá LOU sem LEI Service ApS er með. Ef þörf er á viðbótarupplýsingum þá er LEI Service ApS skylt að hafa samband við viðkomandi tengilið til að nálgast þær upplýsingar sem vantar til að klára umsóknina. Hafi slíkar upplýsingar ekki borist LEI Service ApS innan 10 virkra daga er LEI Service ApS ekki skylt að halda áfram með umsóknina
- Þegar sótt er um nýtt LEI mun LEI Service ApS framkvæma sjálfvirka leit og kanna hvort umsækjandi sé nú þegar með gilt LEI númer – umsækjandi ber hins vegar ábyrgð á því að samstætt LEI sé ekki til staðar
- Til að tryggja að LEI falli ekki óvart úr gildi mun LEI Service ApS hafa samband við lögaðilann, eigi síðar en 2 mánuðum fyrir opinberan gildistíma til að bjóða upp á endurnýjun (svo lengi að lengri áskrift sé ekki þegar til staðar)
Endurnýjun til margra ára
LEI Service ApS býður upp á viðbótarþjónustu þar sem hægt er að greiða fyrir endurnýjun á LEI yfir 3 eða 5 ára tímabil.
Á meðan á því tímabili stendur mun LEI Service ApS sjálfkrafa uppfæra þær breytingar sem koma fram í fyrirtækjaskrá og tilkynna þær til LOU / GLEIF. Umsækjandi ber áfram ábyrgð á því að gera LEI Service ApS viðvart um allar þær breytingar sem ekki eru tilkynntar til fyrirtækjaskrár, vinsamlegast skoðið nánar undir „Ábyrgð og skyldur umsækjanda“.
LEI Service ApS getur haft samband við umsækjanda árlega til að fá það staðfest að upplýsingar séu réttar og hvort tengliliðaupplýsingar sé enn í gildi.
Ef ekki er hægt að staðfesta að annað hvort gögn um umsækjanda eða tengilið séu uppfærðar og réttar þá áskilur LEI Service ApS sér rétt til að bíða með endurnýjun á LEI þar til slík staðfesting er möguleg.
Endurnýjun til margra ára er greidd fyrirfram, afpöntun eða endurgreiðsla er ekki í boði eftir að pöntun hefur verið lögð inn.
Ef umsækjandi vill færa LEI númerið til annars fyrirtækis fæst engin endurgreiðsla, hvorki að fullu né að hluta.
Ef lögaðilinn hættir, verður gjaldþrota eða annað þá er endurgreiðsla ekki í boði, hvorki að fullu né að hluta.
Almenn, gildandi lög og lögsaga
Með því að samþykkja þessa skilmála veitir umsækjandi LEI Service ApS heimild til að búa til, færa, endurnýja eða viðhalda LEI upplýsingum fyrir hans hönd.
Samþykki umsækjanda á þessum skilmálum skal vera veitt af tengilið sem hefur heimild lögaðila til að sækja um LEI númer fyrir hans hönd. Þessi tengiliður veitir umbeðnar upplýsingar um lögaðilann og lýsir því yfir að upplýsingunum sé miðlað á löglegan hátt. Þetta felur í sér, en takmarkast ekki við; tengiliður hefur heimild til að miðla upplýsingum og sækja um LEI fyrir hönd lögaðila, að upplýsingarnar séu réttar og uppfærðar. LEI Service ApS staðfestir hvort upplýsingarnar dugi til að hægt sé að halda áfram með umsóknina, en er ekki skylt að sannreyna hvort upplýsingarnar sé réttar.
Umsækjandi samþykkir að LEI Service Aps geti haft samband við viðkomandi tengilið til að biðja um frekari upplýsingar til að klára umsóknina; flutning, endurnýjun eða viðhald. Þetta gætu verið viðbótarupplýsingar um eignarhald, umboð með tilliti til heimilda o.s.frv.
Þjónustan er á milli fagaðila og samþykkja aðilar að þjónustan lúti dönskum lögum. Aðilar samþykkja að öll ágreiningsmál út af eða í tengslum við það eða efni þess skuli vera leyst fyrir dómstólum í Danmörku.
Þessa skilmála og skilyrði má uppfæra án fyrirvara. Núgildandi skilmálar og skilyrði verða alltaf aðgengileg á vefsíðunni, þar sem dagsetning síðustu breytinga birtist neðst.
Takmörkun ábyrgðar
LEI Service ApS getur ekki borið ábyrgð á beinu eða óbeinu tjóni ef útgáfu á LEI númeri seinkar eða týnist. LEI Service ApS er ekki ábyrgt ef LEI umsókn er hafnað af viðkomandi LOU útgefanda.
Miðlun upplýsinga
Umsækjandi samþykkir að upplýsingum sem veittar eru í umsóknarferlinu sé deilt með GLEIF og gerðar opinberar í samræmi við gildandi leiðbeiningar GLEIF. (lesa nánar hér: GLEIF.org). Upplýsingum er einnig deilt með RapidLEI varðandi útgáfu LEI númerisins.
Hægt er að lesa nánar um GDPR stefnuna okkar hér.
Þessi skilmálar gilda frá 9. Júlí 2021.