Staðfesta upplýsingar um einingu eins og þær birtast á LEI auðkenni hjá GLEIF
 
 
1
 
 
 
 
Staðfesta upplýsingar um einingu og tengiliðaupplýsingar
Er prókúruhafi og getur lagt inn pöntun á LEI auðkenni
 
 
 
 
2
 
 
 
 
Sláðu inn hvort þú sért prókúruhafi
Í hversu mörg ár á LEI auðkennið að gilda?
 
 
 
 
3
 
 
 
 
Veldu hversu mörg ár LEI auðkennið á að gilda
Samþykkja skilmála sem fylgja LEI umsóknarferlinu
 
 
 
 
4
 
 
 
 
Lesa og samþykkja skilmála
Greiddu og fáðu LEI aukennisnúmerið þitt sent eins fljótt og mögulegt er
 
 
 
 
5
 
 
Greiddu og fáðu LEI aukennisnúmerið þitt sent eins fljótt og mögulegt er

Nýtt LEI auðkenni

Hvernig fæ ég Legal Entity Identifier? Umsókn um nýtt LEI númer

Við munum hjálpa þér að fá Legal Entity Identifier hér á þessari síðu ef þú ert ekki með skráð LEI hjá GLEIF.

Vinsamlega fylltu út umsóknareyðublaðið fyrir LEI númer hér að ofan, sem gerir okkur kleift að byrja á LEI skráningu þinni þegar í stað. Ef þig vantar aðstoð við að fylla út eyðublaðið skaltu skoða leiðbeiningarnar hér að neðan.

Ef þú ert ekki viss um hvort þú sért nú þegar með LEI númer, sláðu þá inn skráningarnúmerið þitt eða nafnið þitt á eyðublaðinu hér að ofan og við munum sjálkrafa athuga það fyrir þig hjá GLEIF.

Hvað er LEI auðkenni?

LEI auðkenni eða LEI númer er alþjóðlegt skráningarnúmer fyrir fyrirtæki eða lögaðila. Fjölmörg lönd, þar á meðal öll lönd innan EU, krefjast þess að þú sért með LEI auðkenni ef þú vilt stunda viðskipti á fjármálamörkuðum.

LEI Service

LEI Service er danskt fyrirtæki sem aðstoðar lögaðila við að útvega LEI auðkennisnúmer. Við bjóðum upp á ensku + dönskumælandi síma og tölvupóstþjónustu. Við erum vel í stakk búin til að aðstoða fyrirtæki, sjóði og aðra lögaðila við að fá LEI númer á viðráðanlegu verði, með skjótum og auðveldum hætti.

Umsókn um LEI númer

Þú fyllir inn skráningarnúmer fyrirtækisins, velur viðkomandi yfirmann, velur hversu mörg ár þú vilt að við sjáum um LEI fyrir þig. Því næst staðfestir þú upplýsingar úr opinberum skrám, fyllir í eyðurnar og greiðir. LEI umsóknin þín er þar með með komin í gang.

LEI uppfletting

Þegar þú pantar á þessari síðu munum við sjálfkrafa framkvæma LEI uppflettingu til að ganga úr skugga um að LEI sé ekki þegar skráð á viðkomandi lögaðila. Einungis er hægt að hafa eitt LEI númer skráð á hvern lögaðila, þess vegna er sjálfvirk LEI leit innifalin.

LEI auðkenni Ísland

Við trúum á gagnsæi í störfum okkar. Þess vegna hikum við ekki við að benda þér á að þú hefur um marga kosti að velja þegar kemur að skráningarfulltrúa fyrir LEI númerið þitt. Vinsamlegast kannaðu verð og skilmála hjá samkeppnisaðilum okkar áður en velur okkur til að aðstoða þig við LEI umsóknina þína.

Leiðbeiningar varðandi LEI umsóknareyðublaðið

Umsóknarferlið er auðvelt, þú einfaldlega fylgir skrefunum hér að neðan:

  1. Sláðu inn skráningarnúmer lögaðila/fyrirtækis eða nafn og fylltu upp í þær eyður sem vantar eða eru rangar
  2. Veldu endingartíma LEI og greiddu með kreditkorti eða millifærslu
  3. Við munum leggja fram gögn til staðfestingar, þegar samþykki liggur fyrir munum við senda þér LEI númerið í tölvupósti

Ef við getum ekki fengið upplýsingarnar staðfestar hjá yfirvöldum munum við hafa samband við þig og fá viðbótarupplýsingar, svo hægt sé að samþykkja umsóknina, og gefa út LEI númerið þitt.

Hvað ef ég get ekki veitt upplýsingar varðandi uppbyggingu eignarhalds?

Ef einingin sem sótt er um LEI fyrir er í eigu annarrar einingar eða ekki ert hægt að gefa upp slíkt tengsl, þá þarft að gefa upp ástæðuna (undantekninguna) fyrir því:

  • Einingin er í eigu eða stýrt af einstaklingi, einum eða fleiri
  • Móðurfélagið leggur ekki fram samstæðureikningsskil
  • Móðurfélag samkvæmt skilgreiningu GLEIF er ekki til staðar (það er enginn sérstakur aðili sem stjórnar einingunni, t.d. dreifð hlutabréfaeign)
  • Lagalegar hömlur hindra mig í að birta eða veita þessar upplýsingar
  • Ekki hefur sóst eftir samþykki frá móðurfélagi til að birta eða veita þessar upplýsingar
  • Lagalegar skuldbindingar koma í veg fyrir að ég geti birt eða veitt þessar upplýsingar
  • Móðurfélagið gat ekki staðfest hvort birting á þessum upplýsingum myndi vera skaðleg fyrir eininguna
  • Einingin eða móðurfélag hennar mun hljóta skaða af ef þessar upplýsingar eru veittar

Algengar spurningar

Hér færðu LEI á bestu mögulegu kjörum, sem gerir fyrirtæki þínu eða sjóði kleift að sinna fjármálaviðskiptum með öruggum hætti.

Í flestum tilvikum er þörf á LEI. Lögaðilar sem heyra undir MiFID II / EMIR reglugerðirnar verða að hafa LEI. Bönkum og fjárfestingarfyrirtækjum er skylt að sýna fram á gilt LEI númer áður en viðskipti eiga sér stað.

Við þurfum skráningarnúmer einingar og í einstaka tilfellum er þörf á viðbótarupplýsingum um uppbyggingu eignarhalds. Í flestum tilfellum fáum við upplýsingar rafrænt úr fyrirtækjaskrá. Vinsamlegast athugið að við krefjumst viðbótarupplýsinga þegar um er að ræða sjóði og aðra sérstaka lögaðila.

Ef þú þarft að hafa fleiri en eitt LEI auðkennisnúmer í einni pöntun, vinsamlegast sendu okkur þá tölvupóst á info@leiservice.com. Í kjölfarið munum við liðsinna þér á eins auðveldan hátt og kostur er og sjá til þess að þú fáir LEI númer á bestu mögulegu kjörum.

Flestir félög þurfa LEI auðkennisnúmer til að stunda viðskipti á fjármálamörkuðum. LEI stendur fyrir Legal Entity Identifier og er nokkurskonar alþjóðleg kennitala.

LEI kerfið hefur verið innleitt til að stuðla að gagnsæi varðandi þá aðila sem taka þátt í fjármálagerningum. Tilgangurinn með LEI-kerfinu er m.a. að draga úr hættu á peningaþvætti og annarskonar afbrotastarfsemi.

back to top